Haraldur R. Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir lista Pírata í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor. Í prófkjöri flokksins í Hafnarfirði greiddu 60 manns atkvæði.

Haraldur R. Ingvason líffræðingur leiðir lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir lista Pírata í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í vor.

Í prófkjöri flokksins í Hafnarfirði greiddu 60 manns atkvæði. Prófkjörið var opið Pírötum á landsvísu, en alls eru 5.376 skráðir í flokkinn. Kjörsókn var því um 1%.

Þrír voru í framboði í Árborg og munu Píratar því bjóða þar fram með bæjarmálafélaginu Áfram Árborg. Í prófkjörinu þar kusu 20 manns. Prófkjörið var opið öllum Pírötum á Suðurlandi en þeir telja alls 113. Þannig var kjörsóknin um 18%. Óljóst er hvort Álfheiður muni leiða lista Pírata með Áfram Árborg.