Barátta Aliyah Collier og Guðbjörg Sverrisdóttir í leik Vals og Njarðvíkur.
Barátta Aliyah Collier og Guðbjörg Sverrisdóttir í leik Vals og Njarðvíkur. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Áfram er allt í einum hnapp í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, eftir úrslit helgarinnar. Á laugardag unnu Haukar sterkan 81:77-sigur á Fjölni í Grafarvogi og eru í 2.

Áfram er allt í einum hnapp í efri hluta úrvalsdeildar kvenna í körfuknattleik, Subway-deildarinnar, eftir úrslit helgarinnar.

Á laugardag unnu Haukar sterkan 81:77-sigur á Fjölni í Grafarvogi og eru í 2. sæti, aðeins tveimur stigum á eftir Grafarvogsliðinu sem er enn á toppnum. Helena Sverrisdóttir átti sannkallaðan stórleik fyrir Hauka; skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar.

Valur hafði betur gegn Njarðvík, 77:66, í uppgjöri liðanna í 3. og 4. sæti á Hlíðarenda í gærkvöldi. Eftir sigurinn er Valur í 3. sæti, einnig aðeins tveimur stigum á eftir toppliði Fjölnis. Njarðvík er skammt undan, fjórum stigum frá toppnum.

Keflavík vann þá 85:46-stórsigur á botnliði Grindavíkur þar í bæ í gærkvöldi. gunnaregill@mbl.is