Breytingar Valur og Víkingur munu kljást í Bestu deildinni í knattspyrnu í sumar.
Breytingar Valur og Víkingur munu kljást í Bestu deildinni í knattspyrnu í sumar. — Morgunblaðið/Eggert
„Það eru að koma miklu meiri fjármunir inn í íslenska fótboltann,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, ÍTF. Miklar breytingar hafa verið gerðar á umgjörð Íslandsmótsins í knattspyrnu.

„Það eru að koma miklu meiri fjármunir inn í íslenska fótboltann,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, ÍTF.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á umgjörð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Efstu deildir karla og kvenna hafa fengið nafnið Besta deildin og tekjustofnum hefur verið fjölgað til muna. Birgir segir að fyrri sjónvarpsréttarsamningur, sem var til sex ára, hafi skilað tæpum milljarði. Nýir samningar skili 2-3 milljörðum króna á samningstímanum. 14