Múlaþing Svipmynd frá Seyðisfirði, einn staðanna sem sveitarfélagið mynda.
Múlaþing Svipmynd frá Seyðisfirði, einn staðanna sem sveitarfélagið mynda. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Berglind Harpa Svavarsdóttir á Egilsstöðum verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi við kosningar í Múlaþingi í vor, samkvæmt niðurstöðum prófkjörs síðastliðinn laugardag. Ívar Karl Hafliðason Egilsstaðabúi mun skipa 2.

Berglind Harpa Svavarsdóttir á Egilsstöðum verður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi við kosningar í Múlaþingi í vor, samkvæmt niðurstöðum prófkjörs síðastliðinn laugardag. Ívar Karl Hafliðason Egilsstaðabúi mun skipa 2. sæti, Seyðfirðingurinn Guðný Lára Guðrúnardóttir verður í 3. sæti, Ólafur Áki Ragnarsson á Djúpavogi í því fjórða og í 5. sæti Einar Freyr Guðmundsson á Egilsstöðum.

Þá var framboðslisti Vinstri grænna í Múlaþingi samþykktur á fundi í gær. Helgi Hlynur Ásgrímsson, útvegsbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi á Borgarfirði eystra, í fyrsta sæti, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, húsasmiður og mannfræðingur á Seyðisfirði, er í öðru sæti listans og Pétur Heimisson, læknir á Egilsstöðum, í því þriðja.

Áform um fiskeldi í Seyðisfirði og virkjunum eru samkvæmt tilkynningu áherslumál VG í Múlaþingi, sem vill standa vörð um fjölskyldur, velferðarþjónustu og heildarhagsmuni.

Sveitarfélagið Múlaþing varð til fyrir tveimur árum með sameiningu Héraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Íbúar eru um 5.000. Í sveitarstjórn í dag er samstarf með Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkum. sbs@mbl.is