Það er ákaflega mikilvægt að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og þá sérstaklega þegar fréttir sem geta skapað ótta hjá börnum heyrast hvarvetna.

Það er ákaflega mikilvægt að hlúa að andlegri líðan barnanna okkar og þá sérstaklega þegar fréttir sem geta skapað ótta hjá börnum heyrast hvarvetna. Þetta staðfesta þær Yrja Kristinsdóttir og Marit Davíðsdóttir í samtali við Ísland vaknar, en þær gefa nú út Gleðiskrudduna, dagbók fyrir börn á aldrinum 6-15 ára, sem byggir á hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og að auka sjálfsþekkingu og vellíðan barna. Dagbókin var upprunalega lokaverkefni þeirra í jákvæðri sálfræði.

Nánar er fjallað um málið á K100.is.