Suss Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette fagnar öðru marki Arsenal í 2:0-sigrinum á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.
Suss Franski sóknarmaðurinn Alexandre Lacazette fagnar öðru marki Arsenal í 2:0-sigrinum á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. — AFP
Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 2:0-heimasigur á Leicester í gær.

Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið vann 2:0-heimasigur á Leicester í gær. Arsenal fór aftur upp í fjórða sætið með sigrinum en liðið er með 51 stig, einu stigi á undan Manchester United og með þrjá leiki til góða. Thomas Partey gerði fyrra mark Arsenal og Alexandre Lacazette annað markið úr víti. Hefur gengi Arsenal breyst til hins betra eftir að Pierre-Emerick Aubameyang yfirgaf félagið í janúar.

Chelsea vann sinn fimmta leik í röð í deildinni er liðið vann nauman heimasigur á Newcastle. Kai Havertz skoraði sigurmarkið á 89. mínútu í spennandi leik.

Þá vann Liverpool sinn áttunda leik í röð á laugardag. Bítlaborgarliðið heimsótti þá Brighton og vann 2:0-útisigur. Luis Díaz skoraði fyrra markið á 19. mínútu og Mohamed Salah bætti við öðru marki úr víti á 61. mínútu og þar við sat.

Þá vann Leeds gríðarlega mikilvægan 2:1-heimasigur á Norwich í botnbaráttunni. Hinn 19 ára Joe Gelhardt skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.