Fiðluleikarinn Sif Margrét Tulinius heldur einleikstónleika á morgun, þriðjudaginn 15. mars, klukkan 20 í Landakotskirkju. Tónleikarnir eru hluti af þríleik Sifjar, sem ber yfirskriftina Bach og nútíminn – samtal tónskálda milli 300 ára.

Fiðluleikarinn Sif Margrét Tulinius heldur einleikstónleika á morgun, þriðjudaginn 15. mars, klukkan 20 í Landakotskirkju. Tónleikarnir eru hluti af þríleik Sifjar, sem ber yfirskriftina Bach og nútíminn – samtal tónskálda milli 300 ára.

Þar flytur hún einleikssónötur J. S. Bachs ásamt íslenskum tónverkum fyrir einleiksfiðlu. Að þessu sinni er um að ræða nýtt verk, Partítu, eftir Hjálmar H. Ragnarsson, og er það frumflutningur á þessu nýja einleiksverki.