Sigurstund Systurnar þrjár, sem kalla sig Siggu, Betu og Elínu, keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár. Því munu þær halda til Tórínó á Ítalíu í vor.
Sigurstund Systurnar þrjár, sem kalla sig Siggu, Betu og Elínu, keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision í ár. Því munu þær halda til Tórínó á Ítalíu í vor. — Morgunblaðið/Eggert
„Við erum virkilega þakklátar fyrir að hafa komist áfram.

„Við erum virkilega þakklátar fyrir að hafa komist áfram. Það er ótrúlegur heiður,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir en hún, ásamt systrum sínum Elínu og Sigríði, fór með sigur af hólmi í undankeppni Eurovision, Söngvakeppni sjónvarpsins, nú um helgina.

„Þetta kom okkur virkilega skemmtilega á óvart. Það er búið að vera ótrúlega gaman að fá að vera með öllu þessu hæfileikaríka tónlistafólki og maður eignaðist marga nýja vini. Við erum mjög þakklátar fyrir að hafa fengið að vera partur af þessu öllu,“ segir Elísabet.

Systurnar hafa allar verið á kafi í tónlist frá unga aldri en þær koma af miklu tónlistarfólki. Foreldrar þeirra eru þau Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður. Þá hefur bróðir þeirra Eyþór Ingi sömuleiðis mikið verið í tónlist, en hann var einmitt með þeim á sviðinu þar sem hann spilaði á trommur.

Elísabet segir ekki alveg ljóst hvort öll fjölskyldan fari með þeim til Tórínó á Ítalíu þar sem keppnin verður haldin í vor. Þau eru enn að melta þennan óvænta sigur. ingathora@mbl.is