Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og oddvitaefni flokksins, fékk að spreyta sig á persónuleikaprófi Helgarútgáfunnar á K100 á laugardag en þar kom ýmislegt í ljós um frambjóðandann.

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og oddvitaefni flokksins, fékk að spreyta sig á persónuleikaprófi Helgarútgáfunnar á K100 á laugardag en þar kom ýmislegt í ljós um frambjóðandann.

Ræddi hún til að mynda um uppáhaldskvikmyndir sínar, um stjörnumerkið sitt og um hundinn Philip, sem er nefndur í höfuðið á Filippusi prins heitnum, hertoga af Edinborg. Hugrekki er hennar helsti kostur að sögn hennar sjálfrar og hún nýtur þess að blasta íslensku rappi í bílnum sínum.

Hlustaðu á Hildi í persónuleikaprófi Helgarútgáfunnar á K100.is.