Hagkerfi Seðlabankastjóri kynnti rit fjármálastöðugleikanefndar í gær.
Hagkerfi Seðlabankastjóri kynnti rit fjármálastöðugleikanefndar í gær.
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði lítillega á síðasta ári sé litið til gjaldþrota allra skráðra fyrirtækja.

Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði lítillega á síðasta ári sé litið til gjaldþrota allra skráðra fyrirtækja. Sé aðeins litið til þeirra fyrirtækja sem voru virk á fyrra ári má hins vegar sjá að gjaldþrotum hefur fækkað nær stöðugt frá miðju ári 2020 eða um það leyti sem stuðningsaðgerðir vegna heimsfaraldurs voru komnar vel af stað.

Þetta var meðal þess sem kom fram í riti fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var í gær. Fram kemur í ritinu að vanskil fyrirtækja drógust saman á síðasta ári. Vanskil séu sem fyrr mest í ferðaþjónustutengdri starfsemi. Mat nefndarinnar er að jákvæð þróun í vanskilum og gjaldþrotum sé til marks um árangur af stuðningsaðgerðum stjórnvalda og mikinn viðnámsþrótt fyrirtækja við upphaf faraldursins. Skuldavandi sem mörg ferðaþjónustufyrirtæki standa frammi fyrir er þó enn óleystur. Staðan er ólík en gististaðir, afþreyingar- og hópferðafyrirtæki virðast einna helst þurfa á endurskipulagningu skulda að halda.