Fyrirliði Sunna Jónsdóttir sækir að Akureyringum fyrr í vetur.
Fyrirliði Sunna Jónsdóttir sækir að Akureyringum fyrr í vetur. — Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fresta þurfti leik ÍBV og KA/Þórs sem fara átti fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í gærdag vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum í gær að því er segir í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, sendi...

Fresta þurfti leik ÍBV og KA/Þórs sem fara átti fram í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í gærdag vegna ófærðar til og frá Vestmannaeyjum í gær að því er segir í tilkynningu sem Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, sendi frá sér í gær. Leikurinn mun fara fram í dag klukkan 18 en um er að ræða frestaðan leik úr áttundu umferð deildarinnar.

KA/Þór er í fjórða sæti deildarinnar með 17 stig en ÍBV í fimmta sætinu með 14 stig.