Mótmæli Marinu á mánudaginn.
Mótmæli Marinu á mánudaginn.
Rússneska fjölmiðlakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti heimsathygli þegar hún mótmælti stríðinu í Úkraínu í beinni fréttaútsendingu í sjónvarpi í Rússlandi á mánudaginn, hefur verið dæmd til að greiða 30 þúsund rúblur í sekt fyrir tiltækið, um 36 þús.
Rússneska fjölmiðlakonan Marina Ovsyannikova, sem vakti heimsathygli þegar hún mótmælti stríðinu í Úkraínu í beinni fréttaútsendingu í sjónvarpi í Rússlandi á mánudaginn, hefur verið dæmd til að greiða 30 þúsund rúblur í sekt fyrir tiltækið, um 36 þús. ísl. krónur, en látin laus úr varðhaldi. Marina, sem var framleiðslustjóri fréttanna, birtist óvænt fyrir aftan fréttaþulinn með spjald þar sem áhorfendum var sagt að það væri verið að ljúga að þeim um stríðið í Úkraínu og hvatt til þess að hernaðinum yrði hætt. Útsending fréttanna var stöðvuð og hún handtekin. Hugsanlegt er að hún eigi frekari ákæru yfir höfði sér og jafnvel fangelsisdóm.