3 Stórskyttan Darri Aronsson er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hann skrifaði undir þriggja ára samning við B-deildarlið Ivry í Frakklandi.
3 Stórskyttan Darri Aronsson er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði en hann skrifaði undir þriggja ára samning við B-deildarlið Ivry í Frakklandi. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson hefur gert þriggja ára samning við franska félagið Ivry, en félagið er staðsett í höfuðborginni París.

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson hefur gert þriggja ára samning við franska félagið Ivry, en félagið er staðsett í höfuðborginni París.

Darri var kallaður upp í landsliðshóp Íslands á Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar eftir forföll á miðju móti og lék gegn Króatíu og Svartfjallalandi.

Hinn 23 ára gamli Darri hefur verið í stóru hlutverki hjá Haukum undanfarin ár og verið á meðal bestu leikmanna liðsins í vörn og sókn.

Ivry féll úr efstu deild Frakklands á síðustu leiktíð en er nú með ellefu stiga forskot á toppi B-deildarinnar og á góðri leið með að fara aftur upp í deild þeirra bestu. Liðið hefur unnið 21 af 22 leikjum í deildinni og aðeins tapað einum.