Dóra Björt Guðjónsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um Sundabraut í nýlegum pistli á mbl.is. Hann nefnir að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðji framkvæmdina og að fáir séu henni andsnúnir, til dæmis aðeins 9% Reykvíkinga.

Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um Sundabraut í nýlegum pistli á mbl.is. Hann nefnir að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna styðji framkvæmdina og að fáir séu henni andsnúnir, til dæmis aðeins 9% Reykvíkinga.

Þrátt fyrir þetta og þá staðreynd að Sundabraut hefur verið áformuð í áratugi er hún enn aðeins á hugmyndastigi og ekki einu sinni búið að ákveða hvernig hún verði lögð.

Eins og Sigurður Már bendir á er skýringin mikil andstaða meirihlutans í borginni, líklega mest hjá Pírötum, segir hann. Nýlega hafi Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, til dæmis sett fram hugleiðingar, þar sem hún hafi sagt Sundabraut vera „umferðaraukandi aðgerð“ og hafa „neikvæð áhrif á á fjölda hjólreiðaferða og ferða með almenningssamgöngum“.

Sigurður Már rifjar einnig upp fund sem hann var staddur á ásamt Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingar, sem talaði þar gegn Sundabraut. Meðal röksemda var að með brautinni yrðu „umferðartafir á Sæbraut. – Að umferðarbætur skapi bara nýjar umferðartafir!“

Meirihlutinn í borginni er þegar búinn að útiloka hagkvæmasta kostinn fyrir brautina og hefur öll tækifæri til að þvælast áfram fyrir öðrum kostum sem eiga eftir að koma upp í þeirri vinnu sem fram undan er við að hanna Sundabraut. Engin ástæða er til að efast um að það verði gert að óbreyttum meirihluta.