Anní Mara er listamaður sem starfar á Íslandi og í Bretlandi og beitir ljósmyndun og skrifum í sköpun sinni. Myndir hennar eru sagðar eiga „rætur í sambandi hins persónulega og hins félagslega, sterklega innblásnar af hugmyndum um mannfræði, arfleifð og sálfræði mannsins“.
Vegna ástandsins í Úkraínu hefur Anní Mara ákveðið að helmingur ágóða af seldum verkum renni til Menningarstofnunar Úkraínu.
Sýningin er sögð innblásin af því mikilvægi sem staðir geta haft fyrir fólk. „Í verkunum verður til samtal milli staðar, rýmis og minninga. Með vinnu sinni rannsakar Anní hugmyndina um það efnislega rými sem einkennir ákveðinn stað en er þó meira en eitthvað áþreifanlegt. Rými er líka hlutgerving drauma manns; drauma sem urðu til áður en komið var á staðinn eða urðu til eftir að hann var yfirgefinn. Eftir því sem tengingin við staðinn verður dýpri því meira fer maður að samsama sig honum,“ segir í tilkynningunni. Og haft er eftir Anní: „Við getum gengið fram hjá húsi árum saman án þess að taka eftir því, það er ekki fyrr en við tengjum það við persónulega reynslu sem það öðlast merkingu.