Prófkjör Margir lögðu leið sína í Valhöll í gær til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í vor.
Prófkjör Margir lögðu leið sína í Valhöll í gær til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar í vor. — Morgunblaðið/Eggert
Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík lýkur í dag klukkan 18. Kosið er á fimm stöðum og eru 26 í framboði.

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík lýkur í dag klukkan 18. Kosið er á fimm stöðum og eru 26 í framboði. Tvær konur sækjast eftir efsta sæti listans, Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir varaborgarfulltrúi. Talning atkvæða fer fram í höfuðstöðvum flokksins í Valhöll.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Árborg fer fram í dag. Alls gefa 18 frambjóðendur kost á sér í prófkjörinu, þar af allir fjórir núverandi bæjarfulltrúar flokksins. Þrjú sækjast eftir efsta sætinu, Bragi Bjarnason deildarstjóri, Fjóla St. Kristinsdóttir, sjálfstætt starfandi kennari og ráðgjafi, og Kjartan Björnsson, rakari og bæjarfulltrúi sem býður sig fram í 1.-2. sæti.