Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku.

Árið 1936, þegar nasisminn gekk ljósum logum um Norðurálfuna, orti norska skáldið Arnulf Øverland áhrifamikið kvæði, „Þú mátt ekki sofa!“ sem Magnús Ásgeirsson sneri á íslensku. Þar segir:

Þú mátt ekki hírast í helgum steini

með hlutlausri aumkun í þögn og leyni!

Vesturlandamenn verða að sögn skáldsins að standa sameinaðir í stað þess að falla sundraðir:

En hver, sem ei lífinu hættir í flokki,

má hætta því einn – á böðuls stokki.

Kvæði Øverlands hafði bersýnilega mikil áhrif á Tómas Guðmundsson, sem orti kvæðið „Heimsókn“ árið 1942, í miðju stríði:

Og vei þeim, sem ei virðir skáldskap þann,

sem veruleikinn yrkir kringum hann ...

Niðurstaða Tómasar er afdráttarlaus:

Því meðan til er böl, sem bætt þú gast,

og barist var, á meðan hjá þú sast,

er ólán heimsins einnig þér að kenna.

Þessa dagana verður mér iðulega hugsað til kvæða þeirra Øverlands og Tómasar.

Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar

Hannes H. Gissurarson

hannesgi@hi.is