Samstarf Páll Haukur Björnsson er meðal þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni.
Samstarf Páll Haukur Björnsson er meðal þeirra listamanna sem taka þátt í sýningunni. — Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningin Immune , eða Ónæm , verður opnuð í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16-19.

Sýningin Immune , eða Ónæm , verður opnuð í Nýlistasafninu í dag, laugardag, kl. 16-19. Sýningin er afrakstur tveggja ára rannsóknar- og samstarfsverkefnis ellefu alþjóðlegra listamanna, hönnuða, fræðimanna og sýningarstjóra og er útgangspunktur þess Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Fjallað verður um afnýlenduvæðingu, hinsegin vistkerfi, vinnsluauðvald og þjóðarímyndunarsköpun.

Listamennirnir sem standa að sýningunni eru Annarosa Krøyer Holm, kollektívið hands.on.matter (Sandra Nicoline Nielsen & Tim van der Loo), kollektívið Herring, Iron, Gunpowder, Humans & Sugar (Olando Whyte & Rut Karin Zettergren), Páll Haukur Björnsson, Sheida Soleimani, kollektívið The Many Headed Hydra (Aziz Sohail, Bryndís Björnsdóttir, Emma Wolf Haugh & Suza Husse), Pia Arke og Zahra Malkani.

Ýmsir viðburðir munu fara fram samhliða sýningunni, svo sem vinnustofur, gjörningar og opnar samræður. Á morgun, sunnudag, verður listamannaspjall kl. 14. Þá verða Steinunn Gunnlaugsdóttir og Bryndís Björnsdóttir með verk og gjörð hluta af sýningartímanum fyrir framan Marshallhúsið. Sýningin stendur til 1. maí 2022.