Ísbirnir eru engin lömb að leika við.
Ísbirnir eru engin lömb að leika við. — Reuters
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Nikolaj Coster-Waldau þurfti á góðri loðbrók að halda við tökur á Against the Ice.

Danski leikarinn Nikolaj Coster-Waldau viðurkennir að það hafi verið erfitt, kalt og krefjandi að leika í nýjustu kvikmynd sinni, Against the Ice, sem nú er aðgengileg á Netflix. Þar fer hann með hlutverk danska landkönnuðarins Ejnars Mikkelsens sem skipulagði leiðangur á Shannon Island á Austur-Grænlandi árið 1909 til að freista þess að komast að örlögum leiðangursmanna úr öðrum dönskum leiðangri sem farinn hafði verið skömmu áður. Myndin var að miklu leyti tekin upp á Íslandi.

„Mitt hlutverk sem leikara varð miklu léttara þar sem myndin var tekin upp úti í náttúrunni, á stöðum sem líkjast þeim sem leiðangurinn kom á. Ég reyndi bara að bregðast við umhverfinu sem gat verið býsna öfgakennt,“ segir hann í samtali við Nettavisen. Mikkelsen glímir m.a. við ísbirni í myndinni en Coster-Waldau slapp vel frá þeim hluta enda var ræstur út staðgengill með bakgrunn í júdói, auk þess sem tæknibrellum var beitt.