Saga Hluti eins verkanna á sýningu Hákonar Pálssonar í Gallerí Porti.
Saga Hluti eins verkanna á sýningu Hákonar Pálssonar í Gallerí Porti.
Hótel Saga: Óstaður í tíma er yfirskrift sýningar sem Hákon Pálsson opnar í Gallerí Porti, Laugavegi 32, kl. 16 í dag, laugardag. Um er að ræða ljósmyndaverk sem var fangað á einum degi í júlí 2021 þegar hótelið hafði staðið autt í átta mánuði.
Hótel Saga: Óstaður í tíma er yfirskrift sýningar sem Hákon Pálsson opnar í Gallerí Porti, Laugavegi 32, kl. 16 í dag, laugardag. Um er að ræða ljósmyndaverk sem var fangað á einum degi í júlí 2021 þegar hótelið hafði staðið autt í átta mánuði. Í verkinu er byggingin skoðuð út frá hugmynd um órætt rými en slíkir staðir eru, eins og segir í tilkynningu, „á mörkunum, staðir sem við ferðumst í gegnum, staðir milli landamæra frá einum tilgangi til annars. Hótel eru óræð rými, staður sem þú ferðast í gegnum á ferðalagi á leiðinni eitthvað annað. Yfirgefin rými eru óræð.“

Hákon Pálsson er kvikmyndatökumaður, ljósmyndari og ljósalistamaður. Frá 2010 til 2020 var hann búsettur í Edinborg, París og Brussel þar sem hann lærði við Edinburgh College of Art og EICAR. Árið 2012 hlaut hann BAFTA-viðurkenningu fyrir kvikmyndatöku í stuttmynd og síðan hefur hann tekið yfir 100 verkefni í á þriðja tug landa.