Dúettinn Sycamore Tree.
Dúettinn Sycamore Tree.
Hljómsveitin Sycamore Tree kemur fram á tónleikum í húsnæði Máls & menningar við Laugaveg í kvöld, laugardagskvöld, klukkan 21.

Hljómsveitin Sycamore Tree kemur fram á tónleikum í húsnæði Máls & menningar við Laugaveg í kvöld, laugardagskvöld, klukkan 21.

Í tilkynningu segir að hljómveitin snúi aftur á sviðið í Máli & menningu eftir nokkra vel heppnaða tónleika þar á síðasta ári þar sem leikið var fyrir troðfullu húsi. Dúettinn hefur notið vinsælda og lög með honum, „Western Sessions“ og „Winter Songs“, hafa setið á vinsældalistum, eins og eldri lög þeirra. Með þeim stofnfélögum Sycamore Tree, Ágústu Evu og Gunna Hilmars, kemur fram gítarleikarinn snjalli Ómar Guðjónsson. Þau munu flytja lög af fyrri plötum ásamt efni af næstu breiðskífu sem kemur út á næstunni.