London Gunnar Nelson snýr aftur í UFC í kvöld eftir langa fjarveru.
London Gunnar Nelson snýr aftur í UFC í kvöld eftir langa fjarveru. — Ljósmynd/Snorri Björns
Mikið stendur til hjá Gunnari Nelson í kvöld en þá mætir hann Japananum Takashi Sato í UFC eða blönduðum bardagalistum. Viðureignin fer fram í hinni glæsilegu O2-höll í London. Keppa þeir í veltivigt en á dagskrá kvöldsins verða alls sex bardagar.

Mikið stendur til hjá Gunnari Nelson í kvöld en þá mætir hann Japananum Takashi Sato í UFC eða blönduðum bardagalistum. Viðureignin fer fram í hinni glæsilegu O2-höll í London. Keppa þeir í veltivigt en á dagskrá kvöldsins verða alls sex bardagar.

„Þetta er risaviðburður og eftirvæntingin er mikil. Mér var tjáð að það hefði selst upp á sjö mínútum þegar opnað var fyrir almenna miðasölu og tekur höllin þó 20.000 manns. Það segir sitt en tvívegis hefur þurft að fresta UFC-kvöldum í London. Spennan er því mikil og dagskráin er ein sú flottasta sem menn hafa séð í Evrópu í háa herrans tíð,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn í gær. „Gunnar er í svakalega góðu formi og langt síðan ég hef séð hann jafn vel á sig kominn. Hann hefur farið meiddur í síðustu bardaga en nú eru engin alvarleg meiðsli sem trufla. Það er mikill léttir,“ sagði Haraldur en bardagi Gunnars verður sá fyrsti hjá honum frá því í september 2019. Rúmt ár er síðan Takashi Sato keppti síðast. kris@mbl.is