Tvöfaldur sigur Skáksveit Vatnsendaskóla í Kópavogi varð Íslandsmeistari grunnskóla í keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar. Flestir í sveitinni höfðu aldur til að tefla í báðum flokkum. F.v.: Einar Ólafsson skákkennari og liðsstjóri, Guðmundur Orri Sveinbjörnsson, Jóhann Helgi Hreinsson, Mikhael Bjarki Heiðarsson, Tómas Möller og Arnar Logi Kjartansson.
Tvöfaldur sigur Skáksveit Vatnsendaskóla í Kópavogi varð Íslandsmeistari grunnskóla í keppni 4.-7. bekkjar og 8.-10. bekkjar. Flestir í sveitinni höfðu aldur til að tefla í báðum flokkum. F.v.: Einar Ólafsson skákkennari og liðsstjóri, Guðmundur Orri Sveinbjörnsson, Jóhann Helgi Hreinsson, Mikhael Bjarki Heiðarsson, Tómas Möller og Arnar Logi Kjartansson. — Morgunblaðið/SÍ
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Síðustu umferðir Íslandsmóts skákfélaga sem lauk í Egilshöll fyrir tveimur vikum buðu upp á mikla dramatík og eiginlega fremur óvænt úrslit miðað við hvernig mótið hafði þróast.

Síðustu umferðir Íslandsmóts skákfélaga sem lauk í Egilshöll fyrir tveimur vikum buðu upp á mikla dramatík og eiginlega fremur óvænt úrslit miðað við hvernig mótið hafði þróast. Taflfélag Garðabæjar var með örugga forystu þegar seinni hlutinn hófst og náði að auka við það um eitt stig strax í sjöttu umferð. Staðan var óbreytt eftir sjöundu umferð en þá var komið að úrslitaviðureign TG og TR. Í fyrri hlutanum varð jafntefli, 4:4, en svo tapaði TR fyrir Fjölni og því var þess staða uppi. Er skemmst frá því að segja að TR-ingar unnu öruggan sigur, 5½:2½, og réði þar miklu að sænsku skákmennirnir, sem Garðbæingar fengu til liðs við sig og höfðu staðið sig vel í fyrri hlutanum, töpuðu allir. Eftir viðureignina átti TG samt eitt stig á TR en Garðbæingar töpuðu einnig í 9. umferð fyrir Víkingaklúbbnum og þar réðust úrslit mótsins. Bæði liðin unnu svo í lokaumferðinni eins og rakið var í síðasta pistli og sveit TR varð Íslandsmeistari.

Margeir Pétursson hefur verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið vegna starfa sinna og tengsla við Úkraínu og hann reyndist drjúgur fyrir TR. Eftir keppnina hafði Margeir orð á því að liðin væru 48 ár síðan hann tefldi 14 ára gamall í fyrstu viðureign „Deildarkeppninnar“ en þá flaug sveit TR norður og mætti sveit Skákfélags Akureyrar, tefld var tvöföld umferð á tíu borðum. Þrír skákmenn sem sátu að tafli í Egilshöll tefldu einnig á Akureyri forðum; auk Margeirs þeir Kristján Guðmundsson og Ólafur Kristjánsson.

Það er vart við því að búast að skákmenn sem tefla sjaldan geri miklar breytingar á byrjunum sínum. Margeir dró úr pússi sínu afbrigði í Bogo-indverskri sem oft sást í skákum hans fyrir 30 árum eða svo. Hann virðist engu hafa gleymt:

Íslandsmót skákfélaga 2022; 8. umferð, 4. borð:

Milton Pantzar (TG) – Margeir Pétursson (TR)

Bogo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4 4. Rbd2 b6 5. a3 Bxd2 6. Dxd2 Bb7 7. e3 a5 8. b3 d6 9. Be2 Rbd7 10. 0-0 0-0 11. Bb2 De7 12. Dc2 Hfd8 13. Rd2 c5 14. a4(?)

Óþarfi. Það var engin ástæða til að hindra framrásina a5-b4 sem alltaf má svara með b3-b4. Svartur á eftir að notfæra sér veikleikann sem myndast á b4-reitnum.

14. ... Hac8 15. Bd3 h6 16. Hfd1 cxd4 17. exd4 Rd5!

Riddarinn leitar inngöngu á b4 eða f4. Þetta þarf ekki að hafa nein úrslitaáhrif en viðbrögð Pantzar benda þó til þess að honum hafi fundist leikurinn óþægilegur.

18. Ba3 Rf4 19. Bh7+

Kannski ætlaði hann að leika 19. Bf1 en sá 19. ... Rh3+! sem vinnur strax því að 20. gxh3 er svarað með 20. ... Dg5+ og mátar.

19. ... Kh8 20. Be4 Rf6 21. Bf3 Dc7 22. Dc3 R6d5 23. Db2 Re7 24. d5?!

Reynir að opna stöðuna þótt það kosti peð. Hann gat leikið 24. Dc3 aftur en svartur á 24. ... e5! með mun betri stöðu.

24. ... exd5 25. Dd4 Re6 26. Dg4 d4 27. Bb2 d5 28. Hac1 Db8 29. He1 dxc4 30. Rxc4 Hc5!

Þarna stendur hrókurinn vel bæði til varnar og sóknar.

31. Bxb7 Dxb7 32. Re5 Rd5 33. Rxf7+

Hvítur er peði undir og reynir að jafna liðsmuninn en það er dæmt til að mistakast. Hinn möguleikinn, 33. Bxd4, er jafnvel enn verri því svartur á 33. ... Rf6! sem vinnur mann.

33. ... Dxf7 34. Dxe6 Dxe6 35. Hxe6 Rf4!

Hvítur ræður ekki við þennan riddara.

36. Hxc5 bxc5 37. He1 Hb8! 38. Ba3 Hxb3 39. Bxc5 Rd3

- og hvítur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Höf.: Helgi Ólafsson helol@simnet.is