Viðræður Joe Biden og Xi Jinping ræddu málin í tæpa tvo tíma í gær.
Viðræður Joe Biden og Xi Jinping ræddu málin í tæpa tvo tíma í gær. — AFP/MANDEL NGAN
Stuttu fyrir símtal Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Xi Jinpings forseta Kína í gær sáust bæði kínversk og bandarísk herskip sigla nálægt Taívan, sem er lýsandi fyrir ástandið, þar sem þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar var samt stutt í lítt dulbúnar...

Stuttu fyrir símtal Joes Bidens Bandaríkjaforseta og Xi Jinpings forseta Kína í gær sáust bæði kínversk og bandarísk herskip sigla nálægt Taívan, sem er lýsandi fyrir ástandið, þar sem þrátt fyrir jákvæðar yfirlýsingar var samt stutt í lítt dulbúnar hótanir.

Haft var eftir Xi Jinping forseta Kína að allir töpuðu á stríðinu í Úkraínu og að bæði Kína og Bandaríkin þyrftu að axla sína ábyrgð á stöðunni. Biden leitaði eftir tryggingu fyrir að Kína myndi ekki styðja Pútín og minnka þannig áhrif refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússum og sagði að framtíð Kína lægi með Vesturlöndum. Engin skýr svör fengust, en vitað er að Kína metur samband sitt við Pútín, og sér ákveðna hliðstæðu þar við eigin stöðu gegn Taívan, en á sama tíma eru viðskiptatengsl við Vesturlönd mikilvæg, svo talið er að Kína sé að meta stöðuna.

Fram kom í gær að Xi hefði varað Biden við afskiptum af Taívan í samtalinu og Biden sagt að aðstoð Kína við Pútín hefði afleiðingar. Í lok samtalsins var ákveðið að halda samskiptaleiðum opnum svo búast má við fleiri símtölum á næstunni.