Kænugarður Vitalí Klitschko borgarstjóri beinir fólki frá vettvangi.
Kænugarður Vitalí Klitschko borgarstjóri beinir fólki frá vettvangi. — AFP/Sergei SUPINSKY
Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Rússar halda áfram að sprengja í Úkraínu og mannúðarkrísa hefur myndast í hafnarborginni Maríupol og enn er leitað að fólki í rústum leikhússins. Hungursneyð blasir við í borginni ef ekkert er að gert.

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

Rússar halda áfram að sprengja í Úkraínu og mannúðarkrísa hefur myndast í hafnarborginni Maríupol og enn er leitað að fólki í rústum leikhússins. Hungursneyð blasir við í borginni ef ekkert er að gert. Rússar sprengdu í gær stærsta markað heimsins, í Karkív, sem var stærsti vinnustaður borgarinnar. Milljón manna hafa yfirgefið borgina. Í Lviv heyrðist í tveimur sprengjum í borginni sjálfri í gær.

Á símafundi Joe Bidens Bandaríkjaforseta og Xi JinPings forseta Kína var margt rætt og m.a. sagði JinPing samskipti ríkjanna erfiðari með demókrata á forsetastóli sem gæfi „röng“ skilaboð til umheimsins um sjálfstæði Taívans, sem sögulega tilheyrði Kínaveldi. Biden sagði að stuðningur Kína við Pútín myndi hafa afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna. Þeir sammæltust þó um að stríðsátök væru ekki neinum í hag og um að halda viðræðum áfram.