Stefanía Svavarsdóttir vakti athygli í Söngvakeppninni þar sem hún flutti hjartnæmt lag Halldórs Gunnars Pálssonar, Hjartað mitt, ásamt Halldóri Smárasyni píanóleikara.

Stefanía Svavarsdóttir vakti athygli í Söngvakeppninni þar sem hún flutti hjartnæmt lag Halldórs Gunnars Pálssonar, Hjartað mitt, ásamt Halldóri Smárasyni píanóleikara. Í ferlinu ákváðu þau þó að taka upp annað gullfallegt lag, ábreiðu af laginu Án þín með hljómsveitinni Trúbroti sem er að mati margra Íslendinga eitt fallegasta lag sögunnar. Stefanía sendi lagið og kynningu á því inn á K100 en Heiðar Austmann gerir íslenskri tónlist nú enn hærra undir höfði í þætti sínum á K100 á virkum kvöldum á milli 18 og 22.

Hlustaðu á K100 og K100.is.