Draugur? Eitt verka Bjargeyjar Ólafsdóttur á sýningunni sem verður opnuð í dag.
Draugur? Eitt verka Bjargeyjar Ólafsdóttur á sýningunni sem verður opnuð í dag.
Bjargey Ólafsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu í Gallerí Porti, laugavegi 32, sem hún kallar Draugahund .

Bjargey Ólafsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 16 sýningu í Gallerí Porti, laugavegi 32, sem hún kallar Draugahund . Á sýningunni eru tólf ljósmyndir af samoyed-hundum en í tilkynningu segir að þeir líkist nánast draugum en þeir voru upphaflega ræktaðir til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum.

„Hver er þessi hundur? Hundurinn í okkur?“ spyr Bjargey.

Bjargey lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í MHÍ og Listakademíinu í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður, eins og segir í tilkynningunni, útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir og hefur sýnt verk sín víða, til dæmis í Listasafni Reykjavíkur og Nýlistasafninu.