[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
*Bayern München og Liverpool mætast í undanúrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta, takist báðum liðum að komast í gegn um átta liða úrslitin. Dregið var í gær og Liverpool dróst gegn Benfica frá Portúgal en Bayern gegn Villarreal frá Spáni.

*Bayern München og Liverpool mætast í undanúrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta, takist báðum liðum að komast í gegn um átta liða úrslitin. Dregið var í gær og Liverpool dróst gegn Benfica frá Portúgal en Bayern gegn Villarreal frá Spáni.

Evrópumeistarar Chelsea mæta Real Madrid og Manchester City mætir Atlético Madrid í hinum tveimur leikjum átta liða úrslitanna en sigurliðin eigast svo við í undanúrslitum.

*Noregsmeistarar Bodö/Glimt, lið Alfonsar Sampsted, dróst gegn Roma, undir stjórn Josés Mourinhos , í átta liða úrslitum Sambandsdeildar karla í fótbolta. Bodö/Glimt lék Roma grátt í riðlakeppninni í vetur, vann 6:1 á heimavelli og náði 2:2-jafntefli í Róm. Sigurliðið mætir annaðhvort Leicester eða PSV Eindhoven í undanúrslitum.

PAOK frá Grikklandi, lið Sverris Inga Ingasonar, dróst gegn Marseille frá Frakklandi og sigurliðið þar mætir Feyenoord eða Slavia Prag í undanúrslitunum.

*Í Evrópudeildinni dróst Eintracht Frankfurt gegn Barcelona og sigurliðið mætir West Ham eða Lyon í undanúrslitum. Þá dróst Braga gegn Rangers og RB Leipzig gegn Atalanta en sigurlið þeirra einvígja mætast í undanúrslitum.

* Gema Simon, landsliðskona Ástralíu í knattspy rnu, hefur skrifað undir samning um að leika með Þrótti í Bestu deildinni á komandi tímabili. Simon er 31 árs gömul, vinstri bakvörður eða kantmaður, og hefur leikið mestallan ferilinn með Newcastle Jets í áströlsku A-deildinni og kemur þaðan til Þróttar. Hún hefur einnig leikið með Avaldsnes í Noregi, Suwon í Suður-Kóreu og Ottawa Fury í Kanada. Simon á 11 A-landsleiki að baki og var í ástralska hópnum á heimsmeistaramótinu í Frakklandi árið 2019. Hún á enn fremur að baki leiki með U20 ára landsli ðinu.

* Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk í gær kep pni á Saudi Ladies-golfmótinu í Sádi-Arabíu, sem er liður í Evrópumótaröðinni. Hún lék annan hringinn í gær á 76 höggum, fjórum yfir pari vallarins, og var tveimur höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Slæmur fyrsti hringur kom í veg fyrir það en Guðrún lék hann á 81 höggi. Hún hafnaði í 93.-97. sæti af 108 keppend um.

* Logi Tómasson úr Víkingi, Adam Ingi Benediktsson markvörður frá Gautaborg og Jóhann Árni Gunnarsson úr Stjörnunni eru nýliðar í 21-árs landsliðshópnum sem þjálfarinn Davíð Snorri Jónasson tilkynnti í gær fyrir leiki gegn Portúgal og Kýpur í undankeppni Evrópumótsins. Hópinn í heild sinni má sjá á undirvefnum Íslenski boltinn á íþróttavef mbl.is.

*Knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir hefur lagt skóna á hilluna, 36 ára að aldri, eftir afar farsælan feril. Dóra María staðfesti fregnirnar í samtali við Fótbolta.net í gær.

Hún lauk ferlinum með því að leiða Val til Íslandsmeistaratitils á síðasta

tímabili, sínum áttunda á ferlinum. Þá varð hún bikarmeistari fimm sinnum á ferlinum. Dóra María lék alls 269 leiki í efstu deild hér á landi og skoraði í þeim 94 mörk. Hún lék með Val allan sinn feril á Íslandi en hélt út í atvinnumennsku árið 2011 þar sem hún lék með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni. Hún fór svo til brasilíska félagsins Vitoría í byrjun árs 2012 en gekk aftur til liðs við Val það sumar. Dóra María lék 114 A-landsleiki fyrir

Íslands hönd og skoraði 18 mörk. Tók hún þátt í tveimur Evrópumótum, EM 2009 í Finnlandi og EM 2013 í Svíþjóð.

*Enska knattspyrnufélagið Everton hafði ekki erindi sem erfiði í áfrýjun sinni vegna rauða spjaldsins sem Brasilíumaðurinn Allan fékk í leik liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld. Everton fór fram á að spjaldið yrði dregið til baka og til vara að þriggja leikja bannið yrði stytt. Enska knattspyrnusambandið vísaði báðum beiðnum Everton frá og Allan þarf því að taka út þriggja leikja bann.

*Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir , fyrirliði íslenska landsliðsins, lék sinn fyrsta leik í rúmt ár þegar hún kom inn á sem varamaður hjá franska stórliðinu Lyon í öruggum 3:0-sigri á Dijon í efstu deild þar í landi í gærkvöldi. Um var að ræða fyrsta leik Söru eftir barnsburð.

*Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er genginn í raðir Kórdrengja. Sverrir Páll, sem er 21 árs gamall sóknarmaður, kemur á láni frá Val þar sem hann lék 17 leiki og skoraði eitt mark í efstu deild á síðasta tímabili. Kórdrengir leika í næstefstu deild.