Reynsla Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk.
Reynsla Karen Knútsdóttir var markahæst í liði Fram með sjö mörk. — Morgunblaðið/Unnur Karen
Topplið Fram vann gífurlega öruggan 34:22-sigur á HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í gærkvöldi. Framarar voru með tögl og hagldir allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 14:8.

Topplið Fram vann gífurlega öruggan 34:22-sigur á HK þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í gærkvöldi.

Framarar voru með tögl og hagldir allan leikinn og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 14:8. Eftir góða byrjun HK í síðari hálfleik þar sem liðið minnkaði muninn niður í þrjú mörk, 14:11, svaraði Fram með því að skora sjö mörk í röð og ná þannig tíu marka forystu, 21:11. Eftir það varð ekki aftur snúið og Fram sigldi að lokum öruggum 12 marka sigri í höfn.

Með sigrinum styrkti Fram stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem liðið er nú með 25 stig, þremur meira en Valur í öðru sæti.

Reynsluboltinn Karen Knútsdóttir var markahæst Framara með sjö mörk. Hafdís Renötudóttir varði þá 11 skot í marki Fram. Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var markahæst í liði HK með fjögur mörk.