Hugarfarsbreyting Eitt verkanna á einka- sýningu Katrínar Ingu í Listvali – Granda.
Hugarfarsbreyting Eitt verkanna á einka- sýningu Katrínar Ingu í Listvali – Granda.
Velkomin í land ástar er yfirskrift einkasýningar Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur sem hefur verið opnuð í Listvali – Granda á Hólmaslóð 6. Sýningarstjóri er Kerly Ritval.
Velkomin í land ástar er yfirskrift einkasýningar Katrínar Ingu Jónsdóttur Hjördísardóttur sem hefur verið opnuð í Listvali – Granda á Hólmaslóð 6. Sýningarstjóri er Kerly Ritval.

Katrín Inga vinnur að listsköpun sinni í ýmsa miðla og ef fyrirliggjandi miðlar henta ekki verkinu þá, eins og segir í tilkynningu, skapar hún sína eigin, svo list hennar komist fullkomlega til skila. Kerfisleg fyrirbæri eru sögð vera Katrínu Ingu „hugleikin og skipta sköpum í sjónrænni heimspeki hennar. Hún leggur áherslu á hugarfars-breytingu á gildismati ástar- og kynvitundar og að gagnrýnin hugsun tilheyri hversdagsleikanum. Tilgangur listar og ástar verður í höndum Katrínar Ingu að viðspyrnu mót hinni endalausu hringrás pólitískra og menningarlegra árekstra í heiminum.“

45 prósent andvirðis seldra verka á sýningunni renna til stuðnings Úkraínu.

Sýningin í Listvali er opin nú um helgina frá kl. 14 til 17 báða dagana.