James Hetfield sá bara um sönginn.
James Hetfield sá bara um sönginn.
Tímamót Í vikunni voru 40 ár liðin frá því þrassbandið Metallica stóð í fyrsta skipti á sviði fyrir framan fólk. Það var í Radio City í Anaheim í Kaliforníu 14. mars 1982. Aðgangseyrir var 15 dollarar og borguðu 75 manns sig inn.
Tímamót Í vikunni voru 40 ár liðin frá því þrassbandið Metallica stóð í fyrsta skipti á sviði fyrir framan fólk. Það var í Radio City í Anaheim í Kaliforníu 14. mars 1982. Aðgangseyrir var 15 dollarar og borguðu 75 manns sig inn. Bandið skipuðu: James Hetfield söngur (hann var ekki byrjaður að syngja og spila um leið á gítar á þessum tíma), Dave Mustaine gítar, Ron McGovney bassi og Lars Ulrich trommur. Á efnisskránni voru níu lög, mest ábreiður eftir Diamond Head, Blitzkrieg og fleiri, en tvö frumsamin, Hit the Lights og Jump in the Fire sem bæði voru á fyrstu breiðskífu Metallica, Kill 'Em All sem kom út 16 mánuðum síðar.