Að velkjast þýðir að þvælast , vera á þvælingi, hrekjast fram og aftur .
velkjast þýðir að þvælast , vera á þvælingi, hrekjast fram og aftur . Enda er líkingin í orðtakinu að velkjast ekki í vafa (um e-ð): efast ekki (um e-ð) dregin af hrakningum á sjó og að „veltast“ í vafa styðst hvorki við fornt mál né málvenju (Mergur málsins). Eða „vefjast“ ekki í vafa? Nei, takk, nóg er vissan samt.