— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Segðu mér frá nýju þáttunum þínum. Ég gerði fjórar stuttar myndi sem heita Sögur sem breyta heiminum, mjög svo hógvær titill. Þetta eru í raun portrett af fjórum einstaklingum, viðtal og ljósmyndir.
Segðu mér frá nýju þáttunum þínum.

Ég gerði fjórar stuttar myndi sem heita Sögur sem breyta heiminum, mjög svo hógvær titill. Þetta eru í raun portrett af fjórum einstaklingum, viðtal og ljósmyndir. Þau eiga það sameiginlegt að einhver atburður eða ákvörðun breytti lífi þeirra til frambúðar. Ég byrja með því að spyrja bara: Hvað gerðist?

Hvaða fólk er þetta og hvernig fannstu það?

Þetta er ekki landsþekkt fólk, en þau eiga öll sögu sem gerði líf þeirra stærra og betra. Ég hef alltaf á ferlinum haft augu og eyru opin og þá rekur á fjörurnar fólk sem vekur áhuga manns.

Hvernig vannstu þessa þætti?

Viðmælendur komu til mín í ljósmyndastudíó og ég tók af þeim portrett og viðtal um leið, en svo sjáum við einnig senur úr lífi þeirra. Hver þáttur, sem er fimmtán mínútna langur, endar á því að sýnd er portrettmynd af viðmælandanum sem við höfum þá kynnst í gegnum myndina.

Er ekki óvenjulegt að taka portrett í miðju viðtali?

Jú, en ein ljósmynd getur sagt svo margt. Mig langaði að setja ljósmyndir inn í sögurnar því um leið og ljósmynd sést, kemur einhver kyrrð í frásögnina. Um leið langaði mig að hverfa aftur til þeirrar hefðar þegar fólk kom í stúdíó og lét taka af sér ljósmynd, sem enginn gerir lengur. Það verður einhver athöfn úr því. Ljósa- og myndatökumeistarinn Bjarni Felix blessaði þetta svo með sinni frábæru vinnu.

Er von á fleiri þáttum?

Já, það eina sem ég kann er að halda áfram. Búa til meira, spyrja meira. Sögur fólks falla aldrei úr gildi.