— AFP/Yuriy Dyachyshyn
Í gær var 109 barnavögnum raðað upp á torginu fyrir framan aðsetur borgarstjórnar Lviv sem minnisvarða um þau 109 börn sem hafa dáið af völdum árásar Rússa á landið.
Í gær var 109 barnavögnum raðað upp á torginu fyrir framan aðsetur borgarstjórnar Lviv sem minnisvarða um þau 109 börn sem hafa dáið af völdum árásar Rússa á landið. Reiði umheimsins vegna árása á almenna borgara og börn er mikil og Vladimír Pútín forseti Rússlands hefur verið óformlega sakaður um stríðsglæpi af Bandaríkjamönnum. Samkvæmt Genfarsáttmálanum frá 1949 er tekið fram að árásir á heilbrigðisstofnanir og starfsfólk séu stríðsglæpur og eins árásir sem beinast sérstaklega að almennum borgurum.