Blikkljós Lögregla í forgangsakstri.
Blikkljós Lögregla í forgangsakstri.
Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina að því er fram kemur í samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu hennar.

Nítján ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina að því er fram kemur í samantekt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á heimasíðu hennar.

Tólf þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, fjórir í Garðabæ og þrír í Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, ellefu á laugardag, sex á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags.

Voru þetta þrettán karlar á aldrinum 26 til 58 ára og sex konur á aldrinum 21 til 59 ára.

Tíu þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi.

Þá var greint frá því að alls komu tíu líkamsárásir á borð lögreglu um helgina, þar af tvær alvarlegar.

Þá var farið í þrjú útköll vegna heimilisofbeldis.