Egill Sæbjörnsson
Egill Sæbjörnsson
Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður er einn sýnenda á viðamikilli samsýningu sem var opnuð í samtímalistasafninu í Rómaborg í gær, Galleria Nazionale d'Arte Moderna e Contemporanea.

Egill Sæbjörnsson myndlistarmaður er einn sýnenda á viðamikilli samsýningu sem var opnuð í samtímalistasafninu í Rómaborg í gær, Galleria Nazionale d'Arte Moderna e Contemporanea. Á opnunardeginum framdi Egill gjörning í formi fyrirlestursins From Magma to Mankind en vídeóverk hans sem tengist gjörningnum er sýnt áfram.

Egill flutti gjörninginn fyrst fyrir tveimur árum og hefur hann verið síðan verið á nokkrum sýningum.

Yfirskrift sýningarinnar í Róm er Intertwingled – The Role of the Rug in Arts, Crafts and Design . Á sýningunni eru verk um 60 listamanna nokkurra kynslóða, þar á meðal eftir Ettore Sottsass, Claudio Parmiggiani, Alighiero Boetti, Eduardo Chillida, Giorgio de Chirico, Jackson Pollock, Daniel Schwartz og Jönu Sterback.