[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við af Ásdísi Kristjánsdóttur sem hefur haslað sér völl í stjórnmálum.
Anna Hrefna Ingimundardóttir, sem gegnt hefur starfi forstöðumanns efnahagssviðs SA, hefur verið ráðin aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við af Ásdísi Kristjánsdóttur sem hefur haslað sér völl í stjórnmálum. Þá hefur Páll Ásgeir Guðmundsson verið ráðinn forstöðumaður sameinaðs efnahags- og samkeppnishæfnissviðs, sem hefur með greiningu efnahagsmála, umsagnagerð og stefnumörkun fyrir atvinnulífið að gera. Páll Ásgeir hefur undanfarin fimm ár starfað sem aðstoðarmaður ráðherra, fyrst í forsætisráðuneytinu en frá haustinu 2017 í fjármála- og efnahagsráðuneytinu.