Forsetahjónin Heimsforeldraátaka UNICEF Forsetahjónin Heimsforeldraátaka UNICEF
Forsetahjónin Heimsforeldraátaka UNICEF Forsetahjónin Heimsforeldraátaka UNICEF — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, tóku við bollum með áletruninni „Heimsins bestu foreldrar“ í setningu átaks heimsforeldra UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í gær.

Forsetahjónin, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, tóku við bollum með áletruninni „Heimsins bestu foreldrar“ í setningu átaks heimsforeldra UNICEF á Íslandi á Bessastöðum í gær.

Átakið sem ber einmitt yfirskriftina „Heimsins bestu foreldrar“ snýr að því að fjölga svokölluðum Heimsforeldrum sem gefa mánaðarlega ákveðna upphæð til hjálpar börnum um allan heim.

Íslendingar eiga heimsmet í fjölda heimsforeldra, en um 25 þúsund manns styrkja UNICEF mánaðarlega á þennan máta.

Fyrstu þrjá mánuðina munu ný framlög renna til Úkraínu, þar sem neyðin er sérstaklega mikil núna.

Í samtali við mbl.is hvatti Guðni þá sem geta til að styrkja átakið.