Vilhjálmur Birgisson
Vilhjálmur Birgisson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Þing Starfsgreinasambands Íslands (SGS) verður sett í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag en þingið mun standa yfir í þrjá daga. Á þinginu verður m.a.

Þing Starfsgreinasambands Íslands (SGS) verður sett í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag en þingið mun standa yfir í þrjá daga. Á þinginu verður m.a. ný forysta sambandsins kjörin en Björn Snæbjörnsson, núverandi formaður, tilkynnti fyrir nokkru að hann hefði ákveðið að láta af formennsku.

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hafa báðir lýst yfir að þeir gefi kost á sér til formennsku sambandsins á þinginu. Jafnframt hefur Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, greint frá því í færslu á facebook að hún hafi ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður SGS. Sólveig Anna Jónsdóttir, sem var kosin vararmformaður SGS 2019, sagði af sér varaformennskunni í nóvember sl.

Meðal þeirra sem flytja ávörp við þingsetninguna kl. 17 í dag eru, auk fráfarandi formanns, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra,

Drífa Snædal, forseti ASÍ, Kristján Bragason, framkvæmdastjóri EFFAT, og Jens-Petter Hagen, framkvæmdastjóri Nordic Union.

Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 19 aðildarfélögum sambandsins. Kosningar til formanns, varaformanns og framkvæmdastjórnar fara fram á lokadegi þingsins á föstudag kl. 10:30.