Augu alls heimsins beinast nú að Úkraínu og þeim stríðsátökum sem þar eiga sér stað með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning. En stríðið hefur mismikla þýðingu fyrir ólíkar þjóðir og er þá nálægðin við átakasvæðin ekki endilega ráðandi þáttur. Taívanar eru þeir sem fylgjast af hvað mestum áhuga með þróun mála og sömuleiðis fyrrverandi landar þeirra á meginlandinu.

Augu alls heimsins beinast nú að Úkraínu og þeim stríðsátökum sem þar eiga sér stað með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning. En stríðið hefur mismikla þýðingu fyrir ólíkar þjóðir og er þá nálægðin við átakasvæðin ekki endilega ráðandi þáttur. Taívanar eru þeir sem fylgjast af hvað mestum áhuga með þróun mála og sömuleiðis fyrrverandi landar þeirra á meginlandinu.

Taívan hefur lengi búið við þá ógn að kommúnistastjórnin í Peking kynni að taka þá ákvörðun, líkt og Pútín á dögunum, að ráðast inn í landið enda lítur hún svo á að Taívan sé óaðskiljanlegur hluti Kína, líkt og Pútín hefur reynt að halda fram um Úkraínu.

Kínverjar og Taívanar fylgjast grannt með því hvernig Úkraínu tekst að verjast ofureflinu en ekki síður hver viðbrögð annarra þjóða eru og er þar einkum horft til Bandaríkjanna. Hvorir tveggja velta fyrir sér hvaða líkur séu á að Bandaríkin blandi sér með beinum hætti inn í slík stríðsátök enda hefði það mikil áhrif á úrslitin.

Ekki er að efa að Taívanar hafa þegar sannfærst enn frekar um að þeir verði að geta staðið á eigin fótum en geti ekki treyst á hernaðaraðstoð, nema mögulega vopnasendingar, komi til innrásar. Á sama tíma kann að vera að kínverskum stjórnvöldum lítist ekki á meint mannfall í röðum Rússa og þann mikla kostnað sem stríðið hefur í för með sér fyrir þá. Þetta gæti haft þau áhrif að þeir teldu rétt að láta tímann vinna með sér enn um sinn.