EM Ísland hafnaði í sjötta sæti á síðasta Evrópumóti í janúar.
EM Ísland hafnaði í sjötta sæti á síðasta Evrópumóti í janúar. — Ljósmynd/Szilvia Micheller
Karlalandslið Íslands er í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2024 en dregið verður í riðlana á fimmtudaginn í næstu viku, 31. mars.

Karlalandslið Íslands er í fyrsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn í riðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik 2024 en dregið verður í riðlana á fimmtudaginn í næstu viku, 31. mars.

Fyrsti flokkur: Noregur, Frakkland, Króatía, Slóvenía, Ungverjaland, Portúgal, Ísland og Austurríki.

Annar flokkur : Tékkland, Pólland, Holland, Svartfjallaland, Norður-Makedónía, Serbía, Sviss og Úkraína.

Þriðji flokkur : Bosnía, Litháen, Lettland, Ísrael, Slóvakía, Tyrkland, Rúmenía og Grikkland.

Fjórði flokkur: Kósóvó, Belgía, Eistland, Færeyjar, Finnland, Ítalía, Georgía og Lúxemborg.

Eitt lið úr hverjum flokki verður dregið í hvern riðil undankeppninnar. Hún hefst í október á þessu ári og lýkur í apríl 2023. Tvö efstu lið hvers riðils komast á EM ásamt fjórum bestu liðum í þriðja sæti.

Evrópumótið fer fram í Þýskalandi í janúar 2024 og Þjóðverjar sleppa því við undankeppnina, rétt eins og Svíþjóð, Danmörk og Spánn sem enduðu í þremur efstu sætum EM 2022. Rússum og Hvít-Rússum var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu.