Píanistinn Johannes Piirto hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína.
Píanistinn Johannes Piirto hefur vakið athygli fyrir hæfileika sína. — Ljósmynd/Kaapo Kamu
Á tónleikum í Heimssviðstónleikaröðinni í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19.30 kemur fram finnski píanóleikarinn Johannes Piirto. Hann hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir færni, frjálsan leik og dýpt í túlkun.

Á tónleikum í Heimssviðstónleikaröðinni í Norðurljósasal Hörpu í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 19.30 kemur fram finnski píanóleikarinn Johannes Piirto. Hann hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda fyrir færni, frjálsan leik og dýpt í túlkun.

Piirto hefur komið fram með þekktustu sinfóníuhljómsveitum Finnlands, unnið með mörgum heimsþekktum stjórnendum og hljóðfæraleikurum og komið fram í virtum tónleikahúsum víða. Þá hefur hann sigrað í alþjóðlegum píanókeppnum.

Á dagskrá tónleika Piirtos í kvöld eru Scape eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Kyllikki op. 41, Tre lyriska stycken för piano eftir Sibelius, 4 Klaverstykker eftir Grieg og frumflutningur nýs verks eftir Piirto sjálfan. Eftir hlé leikur hann svo Kreisleriana eftir Schumann.

Heimssviðið er tónleikaröð á vegum Hörpu þar sem ungt tónlistarfólk hvaðanæva er kynnt til leiks. Tónleikaröðin hófst síðastliðið haust og er hluti af 10 ára afmælisdagskrá Hörpu. Heimssviðið er styrkt af Classical Futures Europe, í gegnum ECHO, sem eru samtök evrópskra tónlistarhúsa.