Réttarhald Navalní hlýðir á verjanda sinn við uppkvaðningu dómsins í gær.
Réttarhald Navalní hlýðir á verjanda sinn við uppkvaðningu dómsins í gær. — AFP
Dómstóll í Moskvu hefur fundið stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní sekan um fjársvik og óvirðingu við dómstóla.

Dómstóll í Moskvu hefur fundið stjórnarandstöðuleiðtogann Alexei Navalní sekan um fjársvik og óvirðingu við dómstóla. Þessar ákærur á hendur honum komu fram í febrúar til viðbótar við eldri ákærur saksóknara sem leiddu til handtöku hans fyrir tveimur árum og þriggja og hálfs árs fangelsisdóms. Hann var þá nýkominn heim frá Þýskalandi eftir að hafa með naumindum lifað af eiturárás sem talið er að rússneska leyniþjónustan beri ábyrgð á. Sakarefnin gegn Navalní snúast um að hann hafi nýtt sér mikla fjármuni sem samtök hans höfðu aflað. Samtökin eru bönnuð og hafa aðrir forystumenn þeirra farið í felur eða flúið land. Navalní hafnaði alfarið ákærunni og sama er að segja um samstarfsmenn hans. Dómurinn yfir Navalní var þyngdur í níu ár svo hann mun þurfa að sitja í sjö ár til viðbótar. Skömmu eftir uppkvaðningu dómsins voru lögmenn Navalnís færðir í varðhald.

Áður en Navalní var handtekinn var hann helsti leiðtogi stjórnarandstæðinga í Rússlandi og höfðu samtök hans afhjúpað margs konar spillingu í landinu, m.a. varðandi tengsl auðkýfinga og stjórnar Pútíns.