Kabuba kannar heiðursvörð í Tapei.
Kabuba kannar heiðursvörð í Tapei. — AFP
Forseti Marshalleyja í Kyrrahafi, David Kabua, kvaðst á mánudaginn ekki ætla að unna sér hvíldar fyrr en eyjan Taívan væri orðin „fullgildur hluti af fjölskyldu þjóðanna,“ eins og hann komst að orði. Hann er í fimm daga heimsókn í landinu.
Forseti Marshalleyja í Kyrrahafi, David Kabua, kvaðst á mánudaginn ekki ætla að unna sér hvíldar fyrr en eyjan Taívan væri orðin „fullgildur hluti af fjölskyldu þjóðanna,“ eins og hann komst að orði. Hann er í fimm daga heimsókn í landinu. Taívan hefur lengi barist fyrir alþjóðlegri viðurkenningu en fram að þessu hafa aðeins fjórtán ríki viðurkennt sjálfstæði landsins frá Kína. Kínverjar líta á Taívan sem hluta af þeirra eigin landi og hafa í hótunum um að innlima það. „Hinni skammarlegu þögn um stöðu Taívan verður að ljúka,“ sagði Kabua við komuna til landsins. Hann fékk höfðinglegar móttökur og var sæmdur heiðursorðu.