Laxabakki Víðfrægt hús á bökkum Sogsins í Grímsnesi sem nú stendur til að endurgera, meðal annars með góðum tilstyrk Húsafriðunarsjóðs.
Laxabakki Víðfrægt hús á bökkum Sogsins í Grímsnesi sem nú stendur til að endurgera, meðal annars með góðum tilstyrk Húsafriðunarsjóðs. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veittar verða alls 6,3 milljónir króna í ár úr Húsafriðunarsjóði til endurbóta á Húsavíkurkirkju, skv. lista yfir úthlutanir úr sjóðnum sem Minjastofnun Íslands birti í gær. Veittir voru 242 styrkir.

Veittar verða alls 6,3 milljónir króna í ár úr Húsafriðunarsjóði til endurbóta á Húsavíkurkirkju, skv. lista yfir úthlutanir úr sjóðnum sem Minjastofnun Íslands birti í gær. Veittir voru 242 styrkir. Úthlutað var 300 milljónum króna, en sótt var um ríflega 1,2 milljarða króna. Veittir eru styrkir til tuga friðlýstra kirkna víða um landið og meðal þeirra sem mest fá eru kirkjurnar á Grund í Eyjafirði, Eyri við Seyðisfjörð í Ísafjarðardúpi, Holtastöðum í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu og Krossi í Austur-Landeyjum. Þá eru veittar 4,5 millj. kr. til endurbóta á kirkjunni á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði. Hún var tekin af grunni sl. haust til viðgerða á Sauðárkróki sem taka nokkur ár.

Segja má að öðru leyti að fjölbreytni sé ráðandi í þeim verkefnum sem styrki fengu úr Húsafriðunarsjóði að þessu sinni. 8,6 millj. kr. fara til endurbóta á Norræna húsinu í Reykavík og þá er einnig stutt við endurbætur á Hljómskálanum. Þá er veitt fé til endurbóta á barnaskólahúsinu á Seyðisfirði og 4,0 millj. kr. fara til uppbyggingar á Laxabakka, veiðihúsi við Sogið í Grímsnesi. Sú bygging er í torfbæjarstíl og er nú að hrunin komin, sem mörgum hefur runnið til rifja. Alls 1,6 millj. kr. fara í Fífilbrekku á Reykjum í Ölfusi, þar sem er víðfrægt sumarhús Jónasar Jónssonar frá Hriflu, sem nú er friðlýst bygging. sbs@mbl.is