Hvalfjörður Væntanlega verða stórhveli skorin í hvalstöðinni í sumar.
Hvalfjörður Væntanlega verða stórhveli skorin í hvalstöðinni í sumar. — Morgunblaðið/Kristinn
„Við ætlum á hvalveiðar í sumar,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Hann reiknar með að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í september eftir því sem veður leyfir.

„Við ætlum á hvalveiðar í sumar,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Hann reiknar með að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í september eftir því sem veður leyfir. Reiknað er með að um 150 manns starfi á hvalveiðiskipunum, í hvalstöðinni í Hvalfirði og í vinnslu fyrirtækisins í Hafnarfirði. Þar er hluti afurðanna unninn. Kristján metur markaðshorfur betri nú en undanfarin ár.

Hann segir að Hvalur hf. hafi lent í langri togstreitu við Matvælastofnun (MAST) vegna hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Það sé aðalástæða þess að ekki hafi verið haldið til hvalveiða eftir 2018 fyrr en nú. Hvalur hf. fékk ótímabundið leyfi til vinnslu hvalaafurða 2021. 4