Nú læt ég mann fá það óþvegið, hann fer með málið fyrir dóm og fær „tvö ummæli“ dæmd ómerk, eins og segir í viðtali við hann.
Nú læt ég mann fá það óþvegið, hann fer með málið fyrir dóm og fær „tvö ummæli“ dæmd ómerk, eins og segir í viðtali við hann. Ég fæ svo á mig annan dóm fyrir að hjóla í hann út af „tvö ummæli“, „eitt ummæli“ er ekki til, segi ég (og læt fáein orð fylgja), aðeins ein og svo tvenn , þrenn og fern . Er nokkurt réttlæti til?