50 ára Rósa er fædd og uppalin á Eskifirði en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í skráningu á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
50 ára Rósa er fædd og uppalin á Eskifirði en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands. Hún er sérfræðingur í skráningu á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Rósa hlaut riddarakross fálkaorðunnar í fyrra fyrir sjálfboðastörf í þágu Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, við skráningu og miðlun barnabóka á öðrum tungumálum en íslensku.

„Ég byrjaði með Bókasafn Móðurmáls, sem er fyrir börn sem áttu íslensku ekki að móðurmáli, árið 2016. Við erum núna komin með um 8.000 skráðar bækur á 86 tungumálum. Bókasafnið var staðsett í kjallaranum heima hjá mér til 2020. Þá var ég tilnefnd aðalræðismaður Ítalíu og þá flutti ég bókasafnið á skrifstofuna sem ég er með.

Það er mun þægilegra fyrir fólk að þurfa ekki lengur að koma í kjallarann hjá mér heldur getur mætt á afgreiðslutíma, sem er reyndar bara tveir tímar á viku, en það er alltaf brjálað að gera. Lánþegar koma bæði beint til okkar og svo lánum við líka til bókasafna um allt land. Fólk er mjög duglegt að færa mér bækur, sem það hefur fundið á ferðalögum og þannig höfum við eignast góðan safnkost. Ég reyni samt alltaf að kaupa einhverjar bækur á hverju ári fyrir gjafafé. Bókasafnið er algjörlega sjálfboðaliðarekið. Ég fæ mömmu til að hjálpa mér og hún er mér innan handar þegar bókasafnið er opið.“ Rósa er jafnframt varaformaður samtakanna Móðurmáls.

Fjölskylda Börn Rósu eru Aurora Erika, f. 2000, og Aron Flavio, f. 2002. Foreldrar Rósu eru Jón E. Guðmundsson, f. 1944, fv. verslunarmaður, og Guðný Hallgerður Ragnarsdóttir, f. 1953, fv. skrifstofumaður á Landspítala. Þau eru búsett í Reykjavík.