Anthony Veasna So
Anthony Veasna So
Samtök ritdómara í Bandaríkjunum hafa veitt árlegar viðurkenningar í ýmsum flokkum útgefinna bóka, National Book Critics Circle-verðlaunin.

Samtök ritdómara í Bandaríkjunum hafa veitt árlegar viðurkenningar í ýmsum flokkum útgefinna bóka, National Book Critics Circle-verðlaunin. Athygli vekur að hið marglofaða sagnasafn Afterparties eftir Anthony Veasna So, sem fjallar um líf Kambódíumanna í Bandaríkjunum, var valið besta frumraunin. So lést úr ofneyslu fíkniefna átta mánuðum fyrir útgáfu bókarinnar en hann var þá 28 ára gamall.

Frank: sonnets eftir Diane Seuss var valin besta ljóðabók ársins, Jeremy Atherton hreppti verðlaun fyrir bestu sjálfsævisöguna, Gay Bar: Why We Went Out , og Rebecca Donner er höfundur bestu ævisögunnar að mati gagnrýnenda, All the Frequent Troubles of Our Days: The True Story of the American Woman at the Heart of the German Resistance to Hitler . Þá var The Love Songs of W.E.B. Du Bois eftir Honorée Fanonne Jeffers valin besta skáldsagan og How the Word Is Passed eftir Clint Smith besta „óskáldaða“ frásögnin en hún fjallar um það hvernig Bandaríkjamenn hafa unnið með og úr arfleifð þrælahaldsins.