Grafarland Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og á aðliggjandi jörðum.
Grafarland Þéttur birkiskógur og kjarr er í Teigsskógi og á aðliggjandi jörðum. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Borgarverk ehf. í Borgarnesi reyndist vera með lægsta tilboð í lagningu nýs kafla Vestfjarðavegar í Þorskafirði, þar sem meðal annars er farið í gegnum Teigsskóg, þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær.

Borgarverk ehf. í Borgarnesi reyndist vera með lægsta tilboð í lagningu nýs kafla Vestfjarðavegar í Þorskafirði, þar sem meðal annars er farið í gegnum Teigsskóg, þegar tilboð voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Býðst verktakinn til að taka verkið að sér fyrir 1.235 milljónir króna sem er rúmlega 200 milljónum króna undir áætlun Vegagerðar.

Tilboð Norðurtaks ehf. og Skútabergs ehf. á Akureyri var lítið eitt hærra en tilboð Borgarverks, munaði aðeins um 8 milljónum. Önnur tilboð voru mun hærri. Ljúka á verkinu 15. október 2023.

Verkið felst í lagningu nýs vegar frá Þórisstöðum sem eru við enda nýs vegar yfir Þorskafjörð, um Teigsskóg og að Hallsteinsnesi. Er þetta 10,4 kílómetra kafli. Að auki er boðinn út 200 metra spotti frá Hallsteinsnesi út á malarveginn sem liggur þangað. Verður því hægt að aka gamla veginn meðfram Djúpafirði sunnanverðum og inn á Vestfjarðaveg þar sem hann kemur niður af Hjallahálsi þangað til lokið verður við síðasta áfanga framkvæmdarinnar sem er vegur og brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð, yfir á Skálanes. Áformað er að bjóða það verk út í haust. helgi@mbl.is